Hringrásarhagkerfið í Hveragerði fær styrk

Hveragerðisbær. Ljósmynd/Aldís Hafsteinsdóttir.

Hveragerðisbær hefur fengið 3,2 milljón króna styrk frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu fyrir verkefnið Hringrásarhagkerfið í Hveragerði – bættir innviðir.

Verkefnið felst í að setja upp flokkunarstöð á hentugum stað í Hveragerði til að tryggja enn betri flokkun úrgangs frá heimilum og þar með auka og bæta endurvinnslu í samfélaginu.

Fylgst verður náið með úrgangsmagni sem kemur frá flokkunarstöðinni sem og á gámasvæði bæjarins en einnig frá tunnum við heimili. Bornar verða saman magntölur að ári liðnu og mat lagt á hvort aðgerðin reynist árangursrík til betri meðhöndlunar á úrgangi.

Á síðasta fundi bæjarráðs var því fagnað að verkefnið skuli hafa hlotið umræddan styrk og umhverfisfulltrúa falið. að undirbúa uppsetningu flokkunarstöðvarinnar.

Fyrri greinFimm hross týnd á fjöllum
Næsta grein„Hefðum viljað sækja sigurmarkið“