Hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heldur í sína árlegu hringferð dagana 22. – 27. febrúar. Í þessum fyrsta legg hringferðarinnar mun þingflokkurinn funda á átján stöðum hringinn í kringum landið þar sem fólki gefst tækifæri til að eiga beint og milliliðalaust samtal við þingmenn og ráðherra um þau mál sem helst á brenna.

Hringferðin hófst í Reykjanesbæ í gærkvöldi og heldur svo áfram réttsælis eftir hringveginum. Mánudaginn 26. febrúar er komið að fundi á Höfn í Hornafirði, þar sem haldinn verður opinn fundur kl. 16:30 í Heppu og að kvöldi mánudags verður endað á Kirkjubæjarklaustri á bjórkvöldi í Skaftárstofu kl. 20:00.

Síðasti dagurinn í þessari fyrstu lotu er þriðjudagurinn 27. febrúar en þá verður þingflokkurinn á opnum fundum í Friðheimum í Reykholti í Biskupstungum kl. 12:00, á Flúðum kl. 14:20, á Selfossi í Bankanum vinnustofu kl. 16:30 og í hlöðunni í Hjalla í Ölfusi kl. 18:00.

Fyrri greinHallaði undan fæti í seinni hálfleik
Næsta greinSelfoss fær hvatningarverðlaun í dómaramálum