Hrina uppboða gengur yfir Suðurland

Veruleg aukning hefur orðið á nauðungarsölum á undanförnum vikum og mánuðum á Suðurlandi, einkanlega í Árnessýslu.

Að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns á Selfossi, virðist sem fjölgun núna megi rekja til uppsöfnun á frestuðum málum.

Ólafur segir að undanfarin ár hafi endanlegar sölur verið yfir 200 talsins á ári hverju. Segir hann margt benda til að ástandi nú sé óvenju slæmt, endanlegar sölur séu orðnar 130 á þessu ári. Þá hafi verið framkvæmd 70 uppboð á hálfsmánaðar tímabili, þar af 53 í síðustu viku í Árnessýslu.

Kjartan Þorkelsson sýslumaður á Hvolsvelli segist ekki merkja mikla aukningu á uppboðum í Rangárvallasýslu, umfram það sem verið hefur frá bankahruni.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinMyndasetur og kortasjá opnuð
Næsta greinBó í Hvíta í kvöld