Hrímgrund bauð lægst í stækkun Egilsbrautar 9

Egilsbraut 9. Mynd/ja.is

Hrímgrund ehf í Þorlákshöfn átti lægsta tilboðið í viðbyggingu við þjónustuhús aldraðra á Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn.

Verkið felur í sér fullnaðarfrágang á þjónustuíbúðum fyrir aldraða og á því að vera lokið þann 1. febrúar 2021.

Tilboð Hrímgrundar hljóðaði upp á rúmar 142,4 milljónir króna og var rúmum 17% undir kostnaðaráætlun sem er tæpar 172,2 milljónir króna.

Pálmatré ehf átt næst lægsta tilboðið 169,8 milljónir króna og Hraunbakkar ehf buðu 170,9 milljónir króna en þar var um að ræða frávikstilboð með timburgrind í stað steyptra veggja.

Sex önnur verktakafyrirtæki buðu í verkið og voru þau tilboð öll yfir kostnaðaráætlun. Og Synir/Ofurtólið ehf. bauð 178,6 milljónir króna, Alefli ehf 179,4 milljónir, Hraunbakkar efh 188,8 milljóir, HK verk ehf 193,9 milljónir og Arnarhvoll ehf 198,8 milljónir króna.

Fyrri greinAllt loft úr ærslabelgnum
Næsta greinSandvíkurtjaldurinn er lentur