Hrikaleg fjallasýn á Eyrarbakka

Danska mjólkurfyrirtækið Arla hefur frumsýnt nýja skyrauglýsingu í Bretlandi en hún var að miklu leiti tekin upp á Eyrarbakka fyrir skömmu.

Þar er þó tölvutækninni beitt óspart þannig að umhverfis gömlu húsin á Bakkanum er risinn hrikalegur fjallgarður.

Það er breska auglýsingastofan W+K London sem gerir auglýsinguna og naut liðsinnis TrueNorth hér á landi. Auglýsingin er á íslensku og ensku og er ætluð breskum markaði.

Danska skyrið er gert eftir íslenskri uppskrift en í auglýsingunni er vísað í aldagamlar íslenskar hefðir. Í auglýsingunni hleypur sendillinn Orri Sigurðsson um allt land til að koma skilaboðum til fólks og er hreysti Orra og hlaupageta byggð á því að hann hefur borðað skyr alla ævi.

Fleiri sunnlensk kennileiti má sjá í þessari stórskemmtilegu auglýsingu sem hægt er að spila hér að neðan:

Fyrri greinDagbók lögreglu: Sextíu verkefni á hverja löggu
Næsta greinSelfyssingar sópuðu að sér verðlaunum