Hríðarveður í kvöld og nótt

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá kl. 19 í kvöld til kl. 4 í nótt.

Gert er ráð fyrir 15-23 m/sek og slyddu eða snjókomu á Hellisheiði og Þrengslum og í uppsveitum þar sem færð getur spillst snögglega. Rigning verður við ströndina.

Einnig hefur verið gefin út gul viðvörun fyrir morgundaginn, sem gildir frá hádegi á fimmtudag þar sem búast má við 15-23 m/sek og mjög litlu skyggni í éljum.

Fyrri greinÞyrla sótti slasaðan mann á Selfossflugvöll
Næsta greinStarfsmenn Ölfuss fá gjafakort í stað árshátíðar