Hríðarveður á Hellisheiði

Á Hellisheiði. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þeim sem leið eiga yfir Hellisheiði eða Þrengsli í dag er bent á að um tíma gerir þar hríðarveður með litlu skyggni.

Það þykknar upp með slyddu eða rigningu eftir hádegi en Veðurstofan gerir ráð fyrir að á milli kl. 13 og 17 verði hríðarveður og lítið skyggni fyrir ofan 200 metra yfir sjávarmáli.

Veðrið verður skárra á Mosfellsheiði og mun ganga niður undir kvöld.

Fyrri grein„Milda hjartað“ plötuumslag ársins
Næsta greinLeitað að leka með lituðu vatni