Hríðarveður til hádegis á Hellisheiði

Snjóþekja og skafrenningur er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka er nokkuð víða á Suðurlandi og óveður undir Eyjafjöllum.

Suðvestanlands er reiknað með vindhviðum allt að 30-35 m/s á undan skilum lægðarinnar sem fara yfir nú um og fyrir hádegi. Þó aðeins lægi er þó reiknað með að hvasst verði af SA á landinu í allan dag.

Hríðarveður er til hádegis á Hellisheiði og skafrenningur við þessar aðstæður á flestum fjallvegum landsins. Um leið og hlánar á láglendi er hætt við að flughált verði á mörgum vegum þar sem þjappaður snjór er fyrir.

UPPFÆRT 10:48

Fyrri greinBjörgvin rekinn vegna fjárdráttar
Næsta greinSandurinn aldrei verið meiri í Landeyjahöfn