Hreppurinn sér um akstur frá Árnesi

Í síðustu viku var undirritaður samningur milli Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Skeiða- og Gnúpverjahrepps um almenningssamgöngur.

Samningurinn felur í sér að Skeiða-og Gnúpverjahreppur tekur að sér umsjón og rekstur aksturs fyrir SASS frá Árnesi að Skeiðavegi og verður aksturinn hluti af almenningssamgöngukerfi SASS á Suðurlandi.

Ekið verður alla virka daga ársins kvölds og morgna, í veg fyrir leið 72 að morgni og í veg fyrir leið 73 síðdegis samanber tímatöflu.

Akstur samkvæmt. samningnum hefst þann 19. ágúst nk.

Fyrri greinÁrborg upp í efri hlutann
Næsta greinGóð bleikjuveiði í kuldanum