Hreppurinn áfram án aðalskipulags

Engin viðbrögð hafa heyrst úr umhverfisráðuneytinu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur að ógilda ákvörðun umhverfisráðherra um synjun staðfestingar á aðalskipulagi Flóahrepps.

Að sögn Aðalsteins Sveinssonar, oddvita Flóahrepps, er þetta ástand mjög óþægilegt en hreppurinn er án aðalskipulags og er búinn að vera það í tæp tvö ár vegna málsmeðferðar umhverfisráðuneytisins. Þrátt fyrir dóminn nú fæst ekki staðfest skipulag fyrr en ráðherra hefur skrifað undir.

Nánar er fjallað um málið í Sunnlenska fréttablaðinu í dag. PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinÁtt þú mynd af Gauknum?
Næsta greinNýi vegurinn opnaður fyrir umferð