Hrepptu þriðja sætið á línudansamóti

Sjö félagar 60 ára og eldri frá danshópnum „Dönsum á Selfossi“ fóru ásamt þjálfara sínum til Akraness í gær til þess að taka þátt í línudansamóti eldri borgara.

Sjö hópar tóku þátt í þessu móti og er skemmst frá því að segja að Dönsum á Selfossi hreppti þriðja sætið og komu heim með bikar.

Hópurinn dansaði tvo dansa í keppninni; Lindy Shuffle og Baby likes to Rock it.