Hreppamenn minnast Liszt

Karlakór Hreppamanna hélt tónleika á Flúðum í dag þar sem 200 ára afmælis tónskáldsins og píanósnillingsins Franz Liszt var minns. Liszt fæddist þann 22. október 1811 í Doborján í Ungverjalandi.

Karlakór Hreppamanna hefur æft stíft fyrir tónleikana en þar voru flutt lög eftir Liszt við texta eftir þá Gylfa og Hrein Þorkelssyni. Undirleikari og stjórnandi eru ungversku hjónin Edit Molnár og Miklós Dalmay. Einnig kom fram Unglingakór Selfosskirkju og þá lék Miklós Dalmay tvö píanóverk eftir Liszt.

Tónleikarnir verða endurteknir í ráðhúsi Þorlákshafnar nk. mánudagskvöld, í Salnum í Kóðavogi þriðjudagskvöld og í Selfosskirkju á miðvikudagskvöld. Allir tónleikarnir hefjast kl 20.