Hreinsun á vatnsveitunni lokið

Þykkvibær. Ljósmynd/Markaðsstofa Suðurlands

Plastsvarf komst í lagnir vatnsveitunnar í Þykkvabæ seinnipartinn á þriðjudag. Hreinsunarstarf stóð yfir í gær og voru íbúar beðnir um að skoða síur blöndunartækja á heimilum sínum og fyrirtækjum.

Þeim íbúum sem verða varir við minnkað rennsli er bent á að hafa samband við þjónustumiðstöð sveitarfélagsins.

Í tilkynningu sem Rangárþing ytra sendi frá sér í dag segir að hreinsunarstarfi sé lokið og allt líti vel út og ekki sé gert ráð fyrir frekari truflunum.

Fyrri greinÓli bætti 36 ára gamalt met Tomma löggu
Næsta greinHamar bjargaði sér – Árborg felldi KFS