Hreinsað út úr uppboðshúsi

Lögreglan á Selfossi fékk í vikunni tilkynningu um þjófnað á öllum innréttingum og hreinlætistækjum úr húsi í Tjarnabyggð í Sandvíkurhreppi en húsið var selt á uppboði fyrr í mánuðinum.

Vitað er að allt það sem saknað er var í húsinu í byrjun september síðastliðnum. Lögreglan hefur engar vísbendingar um hver hafi fjarlægt innréttingarnar og er málið í rannsókn.

Lögregla biður þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480 1010.