Hreinn ráðinn skólastjóri

Hreinn Þorkelsson hefur verið ráðinn skólastjóri Bláskógaskóla í Reykholti frá og með 1. ágúst næstkomandi.

Sex umsækjendur uppfylltu þau skilyrði sem sett voru fram þegar auglýst var í stöðuna og voru þeir allir boðaðir í viðtöl hjá vinnuhópi. Vinnuhópurinn var skipaður til að vinna tillögu að ráðningu skólastjóra með aðstoð Ingvars Sigurgeirssonar og Valtýs Valtýssonar.

Hópurinn lagði til að Hreinn yrði ráðinn en var það samþykkt samhljóða í sveitarstjórn.

Hreinn er með MA próf í stjórnun menntastofnana. Undanfarin tvö ár hefur hann verið umsjónarkennari í Sunnulækjarskóla á Selfossi og fimm ár þar á undan var hann áfangastjóri í Menntaskólanum á Ísafirði. Hann var skólastjóri í Villingaholtsskóla 1998 til 2002.

Fyrri greinGræða upp mosakrot í Litlu-Svínahlíð
Næsta greinGóð veiði í fyrstu vikunni