Hreiðrið flaug í burt frá fuglamömmu

Það er aldrei að vita hvað leynist undir "húddinu" á einkaflugvélunum og það kom svo sannarlega í ljós þegar mótorhlífarnar voru teknar af TF-GJÁ á Selfossflugvelli á dögunum.

Vélin hafði staðið í Reykjavík í örfáa daga þar sem ótilgreind fuglamamma hafði búið sér hreiður enda vélin fín og ákjósanlegur hreiðurstaður.

Vélinni var síðan flogið á Selfoss og þar kom hreiðrið í ljós en í því var eitt egg og allt í heilu lagi þegar lent var á Selfossi. Fuglamamman varð hins vegar viðskila við hreiðrið.

Á vef Flugklúbbs Selfoss kemur fram að þeð sé full ástæða fyrir flugmenn að teygja á fyrirflugsskoðun og athuga hvort einhvað óeðlilegt sé um að vera. Einnig sé það góð regla að setja svamp eða aðrar hlífar í loftinntök til að varna því að fuglar nýti flugvélar til hreiðurgerðar.

Fyrri greinSamkomulag um leigu í höfn
Næsta greinÓvenju mikil aðsókn í ML