Hraunið rennur á víxl í gilin

Hraunið af Fimmvörðuhálsi hætti í nótt að renna í Hrunagil og rann þess í stað önnur tunga niður í Hvannárgil. Hraunfossinn tilkomumikli sem steypst hefur niður í Hrunagil var storknaður í morgun en jarðvísindamenn segja líklegt að hraun muni renna til skiptis niður gilin.

Hraun var komið niður í Hvannárgil eftir hádegi í dag og fylgdu því talsverðir gufustrókar og litlar hlaupskvettur í Hvanná í nótt og í morgun. Nú er hraunið hætt að renna niður í Hvannárgil og er aftur farið að renna í Hrunagil og koma aðal mekkirnir þaðan.

Fyrri greinHveragerði: Aldís í fjórða sæti
Næsta greinNágrannavarsla hafin í Hveragerði