Hraunalda 1 best skreytta húsið

Úrslitin í skreytingakeppni Rangárþings ytra eru ljós eftir fjölda ábendinga frá íbúum en best skreytta húsið er Hraunalda 1.

Íbúar sveitarfélagsins stóðu sig virkilega vel í skreytingum í ár og að sögn dómnefndar var valið mjög erfitt.

Dararat Srichakham tók við verðlaunum fyrir best skreytta húsið en hún fékk gjafapakka frá Litlu Lopasjoppunni ásamt blómvendi frá Klukkublóm.

Það voru þær Hlín Magnúsdóttir og Berglind Kristinsdóttir, formaður atvinnu-, jafnréttis- og menningarmálanefndar, sem tóku á móti ábendingum frá íbúum og veittu verðlaunin.

Hlín og Berglind afhenda Dararat verðlaunin. Ljósmynd/Rangárþing ytra
Fyrri greinVerkefni um sérhæfða þjónustu í geðhjúkrunarrýmum framlengt
Næsta greinNý hótelkeðja kaupir Hótel Hellu og Árhús