Hrafnhildur ráðin tilraunastjóri

Hrafnhildur Baldursdóttir frá Litla Ármóti hefur verið ráðin sem tilraunastjóri á tilraunastöð Búnaðarsambands Suðurlands og Landbúnaðarháskóla Íslands á Stóra Ármóti í Flóahreppi.

Hrafnhildur lauk meistaranámi í fóðurfræði nautgripa frá Ási í Noregi vorið 2010. Eftir það starfaði hún m.a. við fóðurráðgjöf í Noregi og var svo ráðinn til að sinna fóðurráðgjöf hjá Búnaðarsambandi Suðurlands haustið 2011 en fór svo yfir til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins í ársbyrjun 2013.

Hrafnhildur er ráðin frá 1. september sl. og er hún í 40% starfshlutfalli fyrst um sinn. Hún vinnur nú við undirbúning verkefnis um áhrif fóðrunar á efnasamsetningu mjólkur sem fyrirhugað er að hefjist um áramót.

Fyrri greinSnjómokstursbílar búnir vængjum
Næsta greinHeilsugæslan opnar aftur um miðjan nóvember