Hraðatakmarkanir vegna bikblæðinga

Mynd/Vegagerðin

Vegagerðin hefur lækkað hámarkshraða á nokkrum stöðum á landinu niður í 50 km/klst vegna bikblæðinga.

Á Suðurlandi eru hraðatakmarkanir á Eyrarbakkavegi vestan Óseyrarbrúar, á Þingvallavegi við Miðfell, á Sandlækjarholti á Skeiða- og Hrunamannavegi og á Þjóðvegi 1 austan Þjórsárbrúar.

Í aðstæðum sem þessum geta bik og möl festst á hjólbörðum og myndast hálka á veginum. Vegfarendur eru beðnir um að aka með gát og sýna tillitssemi.

Fyrri greinHeitast í uppsveitum Árnessýslu
Næsta greinSelfoss karfa semur við átta leikmenn