Hraðakstursbrot skiptast jafnt á milli Íslendinga og útlendinga

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurland kærði 114 ökumenn fyrir að aka of hratt í umdæminu í síðustu viku.

Samtals nema álagðar sektir vegna þessara mála nærri 2,5 milljónum króna og skiptist fjöldi kærðra jafnt á milli íslenskra og erlendra ökumanna.

Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að tólf ökumenn voru stöðvaðir þar sem þeir voru próflausir eftir sviptingu ökuréttinda.

Einnig sinnti lögreglan eftirliti á hálendinu, þar sem enn er töluverð umferð bíla og göngufólks. Allir þeir ökumenn sem lögreglan hafði afskipti af voru með sín mál í lagi.

Fyrri greinBjörninn unninn í tveimur knattspyrnuleikjum
Næsta greinHluti Biskupstungnabrautar lokaður í tæpan sólarhring