Hraðakstursbrot sjaldan færri

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi kærði fjórtán ökumenn fyrir of hraðan akstur í liðinni viku og er langt síðan svo lág tala hefur sést við embættið á einni viku.

Skýringin er að sjálfsögðu sú að mun færri ökutæki eru á ferðinni þessa dagana en Vegagerðin hefur greint frá miklum samdrætti í umferð um sunnlenska þjóðvegi.

Radarvari og nýlegt próf gerðu ekkert gagn
Einn þeirra sem var stöðvaður í síðustu viku var á 140 km/klst hraða á Suðurlandsvegi við Kotströnd þar sem leyfður ökuhraði er 90 km/klst. Ökumaður þeirrar bifreiðar var með nýlegt próf og radarvara en hvorugt virðist hafa gert honum gagn þetta sinnið.

Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að tveir ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og tveir eru grunaðir um að hafa ekið bifreiðum sínum undir áhrifum áfengis.

Fyrri greinEins og hálfs metra snjór á Hellisheiði
Næsta greinÞúsund rúmmetra krapahlaup úr Ingólfsfjalli