Hraðakstursbrotum fækkar

Í síðustu viku voru 77 mál hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Þrettán ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka of hratt í umdæminu.

Sá sem hraðast ók var á ferðinni austan við Hvolsvöll á 141 km/klst hraða.

Frá áramótum hafa 113 ökumenn verið stöðvaðir fyrir að aka of hratt í umdæmi Hvolsvallarlögreglu. Á sama tíma í fyrra voru tæplega helmingi fleiri stöðvaðir.

„Við vonumst til þess að þetta megi rekja til þess að menn hafi hægt á sér í umferðinni. Önnur skýring gæti verið sú að umferð hafi farið minnkandi sökum þess að verð á eldsneyti hefur hækkað mikið. Þess má geta að mikill sparnaður felst í því að aka ekki of hratt því eldsneytiseyðsla eykst mikið við aukin hraða,“ segir í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli.

Fyrri greinSnjósleði lenti í á
Næsta greinBlóðbankabíllinn á Selfossi í dag