Hraðast ekið á söndunum

Það sem af er ársins 2015 hafa, hjá embætti lögreglustjórans á Suðurlandi einu og sér, um 800 manns verið kærð fyrir umferðarlagabrot sem ljúka má með greiðslu sektar með greiðsluseðli eða á vettvangi.

Heildarupphæð þessara sekta er um 30 milljónir en flestir hafa greitt á vettvangi eða innan 30 daga og þar með fengið 25% afslátt af sektargreiðslunum.

Af þessum 800 manns eru 453 erlendir ríkisborgarar á ferðalagi um landið.

Auk þessa hefur 115 aðilum verið boðið að ljúka máli sínu með sektarboði og nemur heildarfjárhæð þeirra sekta rúmum 4 milljónum.

Mest er um að ræða of hraðan akstur ökutækja og hvetur lögreglan ökumenn til að gæta að sér og ökuhraða sínum enda ábyrgðin mikil að taka að sér stjórn ökutækis hvað þá að aka því á ólöglegum hraða á vegum sem oft á tíðum eru í misjöfnu ástandi.

Dreifing þessara brota virðst nokkuð jöfn eftir umdæminu en hraðast er ekið á söndunum í Skaftafellssýslunum.

Fyrri greinTívolí í Barnabæ á morgun
Næsta greinSelfoss úr leik í bikarnum