Hraðakstursbrotum fækkar

Umferðin hefur gengið mjög vel í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli það sem af er mánuðinum og hefur ekki verið mikið um slys.

Í maí hafa 109 ökumenn verið stöðvaðir fyrir að aka of hratt í umdæminu og þeir tveir sem hraðast óku voru á 143 km/klst hraða

Lögreglan segir að svo virðist sem dregið hafi úr miklum hraða í maímánuði en hraðatölur eru lægri en lögrelgan hefur verið að sjá áður.