Hótelgestur sleginn í höfuðið

Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu um líkamsárás á Hótel Stracta á Hellu uppúr klukkan fimm á sunnudagsmorgun.

Þar hafði gestur slegið annan gest í höfuðið með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á augabrún.

Árásarþolinn vísaði lögreglu á árásarmanninn og er málið í rannsókn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi. Í heild voru 254 brot og verkefni skráð hjá lögreglunni á Suðurlandi í síðustu viku.