Hótel Rangá einn af bestu dvalarstöðum í heimi

Hótel Rangá. sunnlenska.is/Sigurður Jónsson

Hótel Rangá mokaði inn verðlaunum þegar alþjóðlegu hótelverðlaunin, International Hotel Awards, voru veitt á dögunum og ekkert annað hótel vann eins margar viðurkenningar í ár.

International Hotel Awards eru alþjóðlegar viðurkenningar til framúrskarandi hótela víðs vegar um heim. Styrktaraðilar keppninnar í ár voru Virgin Atlantic og Ernst & Young.

Hótel Rangá fékk viðurkenningarnar fyrir að vera besta hótel á Íslandi, besti dvalarstaður (e. resort hotel) á Íslandi, besta sjálfbæra hótelið á Íslandi og með bestu heimasíða íslensks hótels. Yfir Evrópu alla fékk Hótel Rangá viðurkenningar fyrir að vera besti dvalarstaður í Evrópu og besta sjálfbæra hótelið í Evrópu en rúsínan í pylsuendanum var viðurkenningin besti alþjóðlegi dvalarstaðurinn.

Frá þessu er greint á heimasíðu Veitingageirans.

Fyrri greinHamar missti tökin í lokin
Næsta greinStangveiðibók, indjánafræði og ungmennafélagssaga