Hótel Hlíð opnar aftur

Í dag tekur Hótel Hlíð í Ölfusi til starfa á ný. Hótelið hefur á að skipa 21 herbergi, morgunverður er innifalinn í verði og boðið er upp á einfaldan og góðan kvöldverðarmatseðil.

Hótel Hlíð er fallegt sveitahótel í hlíðum Heillisheiðar um 7 km frá Hveragerði og Þrengslavegamótum, mitt á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis. Góður veislusalur fyrir 100 manns er í hótelinu sem hentar vel fyrir veislur, ráðstefnur og vinnustaðaferðir.

Hótel Hlíð er góður kostur fyrir einstaklinga og smærri hópa sem vilja gista á fallegum stað stutt frá höfuðborgarsvæðinu fyrir sanngjarnt verð.

Í tilefni opnunar Hótel Hlíðar verður opið hús um helgina frá kl 11-18. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti, húsakynni sýnd og stafsemin kynnt.

Fyrri greinÞórir kynnti leiðina á toppinn
Næsta greinLandsmótsmyndir: Fimmtudagur