Hótel Eldhestar fær Svansvottun

Hótel Eldhestar á Völlum í Ölfusi hefur fengið vottun Norræna Umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum.

Hótel Eldhestar er frumkvöðull í umhverfismálum, en hótelið fékk fyrst vottun Svansins árið 2002. Strangar kröfur tryggja að hótelið er enn í fremstu röð varðandi lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa frá starfseminni.

Nú bera alls 16 fyrirtæki merki Svansins, þar af tvö hótel og tvö farfuglaheimili.

Hótel Eldhestar er sveitahótel en þar er gisting í boði fyrir rúmlega 50 manns. Hjá Eldhestum og Hótel Eldhestum eru margir valmöguleikar í boði, varðandi að sameina dvöl á hótelinu og margs konar afþreyingu.

Fyrri greinGönguferð á Rjúpnafell
Næsta greinDeilt um nýtingu lóðar í Hveragerði