Hótel á Suðurlandi kært fyrir brot á sóttvarnarlögum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Eftirlit lögreglu á hóteli á Suðurlandi í síðustu viku leiddi til kæru vegna meints brots á sóttvarnarlögum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Gestir hótelsins höfðu komið sér fyrir í sal hótelsins að sögn með „eigin veitingar“ og reyndist hólfun og fjöldatakmarkanir vera með þeim hætti að ekki yrði við unað.

Málið fer til ákærusviðs til afgreiðslu.

Fyrri greinFyrstu nýju smitin á Suðurlandi í hálfan mánuð
Næsta greinPakkar í Sjóðinn góða á bókasafnið