Hótaði fólki með skærum í ölæði

Lögregla var kölluð í sumarbústað í landi Stóra Hofs í Gnúpverjahreppi aðfaranótt laugardags vegna manns sem hafði ráðist á fólk og hótað með skæri að vopni.

Maðurinn, sem hafði verið með bústaðinn á leigu, var mjög ölvaður og lét mjög ófriðlega.

Lögreglumenn reyndu í tvær klukkustundir að róa manninn niður en að lokum var hann hann handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann yfirheyrður þegar af honum var runnið.

Ekki liggur formleg kæra fyrir líkamsárás enn sem komið er.