Hosiló fagnar 5 ára afmæli með teboði

Verslunin Hosiló á Selfossi býður alla velkomna í "high-tea" teboð í tilefni af 5 ára afmæli verslunarinnar í kvöld milli kl. 18 og 21.

Boðið verður upp á sýnishorn af high-tea” veitingum frá Mat & músík, en með þessu er Hosiló einnig að kynna nýjung sem er móttaka hópa í kjólamátun og high-tea.

Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir í veisluna í kvöld en sem fyrr segir verður hún í Hosiló að Austurvegi 33 á Selfossi, milli kl 18 og 21. 50% afsláttur er af kjólum í dag í tilefni afmælisins.

Fyrri greinSjóslys í Landeyjahöfn viðfangsefni skrifborðsæfingar
Næsta greinÚlpuránið upplýst