Hornfirðingar treysta á öflugar almenningssamgöngur

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Bæjarstjórn Hornafjarðar leggur áherslu á að almenningssamgöngur eflist við tilfærslu á rekstri þeirra um næstu áramót.

Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar á síðasta fundi hennar. Bæjarstjórn Hornafjarðar leggur áherslu á að við fyrirhugaða tilfærslu verði að tryggja að „þjónusta skerðist ekki, heldur þvert á móti þróist og eflist,“ eins og það er orðað í bókuninni.

Vegagerðin mun taka yfir rekstur almenningssamgangna um næstu áramót þegar rekstrarsamningar sem Vegagerðin gerði við landshlutasamtök fyrir árið 2019 renna út.

Fyrri greinToppbaráttan æsispennandi
Næsta greinHvítárbrú glæsileg í ljósaskiptunum