Horft framhjá leyfisskyldu vegna hægagangs í kerfinu

Ferðaþjónustuhús sem standa innan þjóðlenda hafa víða ekki verið skráðar vegna mismunandi túlkunar ráðuneytis og Fasteignaskrár um fasteignamat.

Vegna þessa er ekki hægt að þinglýsa viðkomandi eignum og gætir ósamræmis í hvort borgaðir eru fasteignaskattar af slíku húsnæði.

Þetta ástand hefur ríkt frá því umrædd svæði á hálendinu voru skilgreind sem þjóðlendur. Forsætisráðuneytið, sem fer með þjóðlendumál segir að samkvæmt lögum séu þjóðlendur undanþegnar skatti. Fasteignaskrá hefur hinsvegar sagt að leggja þurfi mat á svæðið.

Nýlega greindi Sunnlenska frá því að ferðaþjónustuhús í Hólaskjóli í Skaftártungum væru ekki skráð hjá Fasteignaskrá og fengjust því ekki þinglýst.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinSelfoss skoðar fleiri leikmenn
Næsta greinFrostavetur framundan ef ekkert gerist