Hópur Breta sóttur á Höfðabrekku

Breskir skólakrakkar urðu strandaglópar í Mýrdalnum í gær þegar umferð var lokað um Suðurlandsveg. Hópurinn átti bókað flug til Vestmannaeyja um kvöldið.

Eyjamenn dóu þó ekki ráðalausir því hópurinn var sóttur á Höfðabrekkuflugvöll í Mýrdal og ferjaður til Vestmannaeyja.

Höfðabrekkuflugvöllur er eingöngu notaður af einkaflugmönnum en flugmálayfirvöld telja völlinn mikilvægan í öryggislegu tilliti.

Fyrri greinNýr C-listi í Grímsnes- og Grafningshreppi
Næsta greinHvergerðingar kallaðir út í vesturhluta Ölfuss