Hópslagsmál í hesthúsahverfinu

Aðfaranótt laugardags var lögreglan kölluð í hesthúsahverfið á Selfossi vegna fimmtán til tuttugu ungmenna sem þar slógust í hóp.

Þegar lögreglan kom á staðinn voru slagsmálin afstaðin og fækkað hafði í hópnum.

Tveir ungir karlmenn voru sárir eftir en þó með minni háttar áverka.

Formleg kæra liggur ekki fyrir en málið er í rannsókn.

Fyrri greinEldur í saunaklefa
Næsta greinInnbrot og þjófnaðir víða í Árnessýslu