Hönnun Búðafossvegar lokið

Nú er lokið útboðshönnun Búðafossvegar sem tengir Landveg og Þjórsárdalsveg með brú ofan við Búðafoss.

Samningum er lokið við alla viðkomandi landeigendur og skipulag vegarins staðfest af ráðherra.

Að sögn Söru Lindar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, verður ekki ráðist í þá framkvæmd fyrr en ákvörðun verður tekin um að reisa Holta- og Hvammsvirkjun.