Hólmsá ófær vegna vatnavaxta

Vegna vatnavaxta er Hólmsá á Syðri-Fjallabaksleið ófær.

Vegna mikilla hlýinda síðustu daga eru margar ár á hálendinu mjög vatnsmiklar og varasamar.

Vegfarendur eru beðnir að kanna aðstæður vel áður en farið er yfir árnar, sérstaklega síðdegis þegar sólbráð dagsins skilar sér niður árnar.