Hólmfríður sigraði í forvali Vinstri grænna

Hólmfríður Árnadóttir. Ljósmynd/Aðsend

Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og skólastjóri í Sandgerði, sigraði í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi sem lauk í dag.

Valið var í efstu fimm sætin á framboðslista hreyfingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara í haust.

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, varaþingmaður, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftárhreppi varð í 2. sæti og Sigrún Birna Steinarsdóttir, háskólanemi á Höfn í Hornafirði, í 3. sæti.

Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:

  1. sæti  Hólmfríður Árnadóttir með 165 atkvæði
  2. sæti  Heiða Guðný Ásgeirsdóttir með 188 atkvæði í 1.- 2. sæti
  3. sæti  Sigrún Birna Steinarsdóttir með 210 atkvæði í 1.- 3. sæti
  4. sæti  Kolbeinn Óttarsson Proppé með 176 atkvæði 1.- 4. sæti
  5. sæti  Helga Tryggvadóttir með 264 atkvæði 1. – 5. sæti

Átta frambjóðendur voru í framboði og á kjörskrá voru 671. Atkvæði greiddu 456 en kosningaþátttaka var 68%. Auðir seðlar voru 6 og enginn var ógildur.

Kjörstjórn VG mun leggja fram lista með 20 frambjóðendum fyrir kjördæmisþing til samþykktar í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar.

Fyrri greinSandvíkurtjaldurinn er lentur!
Næsta greinFerðamaður ók á hótel