Höfuðmeiðsli á Hellisheiði

Björgunarfélag Árborgar og Hjálparsveit skáta í Hveragerði eru nú að sækja konu sem slasaðist á höfði er hún féll á göngu við Hengladalsá á Hellisheiði.

Björgunarsveitir eru komnar á slysstað ásamt áhöfn á sjúkrabíls frá Selfossi.

Konunni verður fylgt niður á Ölkelduhálsveg, þar sem sjúkrabíllinn bíður, og komið undir læknishendur.

Fyrri greinRaggi Bjarna og Þorgeir í Sólheimakirkju
Næsta greinGuðdómlegt grænmetislasagne