Höfðu leyfi frá yfirvöldum

Gunnari Egilssyni, framkvæmdastjóra Icecool, varð illa við að heyra fréttir af för sinni með 60 Minutes á Eyjafjallajökul sem voru á þann veg að þau væru þar í óleyfi.

„Það er einfaldlega ekki rétt,” segir Gunnar. „Þau voru búin að verða sér út um leyfi til að fara á jökulinn, og meira að segja voru lögreglumenn frá Hvolsvelli á leið til okkar að opna fyrir okkur hlið svo við gætum farið þessa leið.”

Gunnar segir að í kjölfarið á því að fréttir bárust af vel heppnaðri ferð þeirra á jökulinn hafi mikill áhugi kviknað hjá öðrum að gera slíkt hið sama. Svona ferð kalli hinsvegar á að fara varlega og enginn eigi að fara þarna um nema vanir menn.

Viðtal við Gunnar og einstakar myndir má sjá í Sunnlenska fréttablaðinu í dag.

PANTA ÁSKRIFT