Hnúajárni beitt í líkamsárás

Tilkynnt var um þrjár líkamsárárásir á Selfossi um páskahelgina, tvær á 800BAR og eina í heimahúsi.

Hnúajárni var beitt í árásinni í heimahúsinu og lítur lögreglan það alvarlegum augum. Áverkar fórnarlambsins voru þó ekki alvarlegir.

Tvær árásanna áttu sér stað á skemmtistaðnum 800 bar og í öðru tilvikinu brotnuðu tennur hjá þeim sem varð fyrir árásinni.

Málin eru öll til meðferðar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi.