Hnífamaður færður í fangageymslu

Lögreglan á Selfossi var kölluð að sumarbústað skammt frá Borg í Grímsnesi kl. 7 í morgun vegna manns sem lét ófriðlega og sveiflaði hnífi.

Maðurinn var í hópi fólks sem var í teiti fram á nótt og undir morgun. Þrátt fyrir að láta ófriðlega beindi maðurinn hnífnum þó ekki að fólki.

Hann var handtekinn og færður í fangageymslu þar sem hann verður látinn sofa úr sér. Grunur leikur á um að hann hafi verið undir áhrifum einhverra efna.

Að öðru leyti hefur helgin verið mjög róleg hjá lögreglumönnum á Selfossi.

Fyrri greinVilja bæta öryggi og aðstöðu í Reykjadal
Næsta greinSluppu án meiðsla úr bílveltu