Hnakkar fundust á Stokkseyri

Hnakkar og reiðtygi, þýfi úr innbroti í Hveragerði, fundust í húsleit á Stokkseyri síðdegis í gær, þriðjudag.

Ástæða húsleitarinnar var grunur lögreglu um að þar væri hugsanlega þýfi úr hesthúsum sem undanfarið hefur verið brotist inní á Selfossi og í Hveragerði. Við rannsókn málsins kom í ljós að hnakkarnir voru úr innbroti í Hveragerði.

Karl og kona voru handtekin í tengslum við málið og viðurkenndu þau að hafa stolið hluta munanna. Þau voru látin laus að loknum yfirheyrslum.