Hlutnum eytt og málinu lokað

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ekki er enn komið upp úr krafsinu hver torkennilegi hluturinn var, sem fannst við fjölbýlishús við Háengi á Selfossi síðastliðið miðvikudagskvöld.

„Við höfum ekki fengið niðurstöðu frá sérsveit Ríkislögreglustjóra um hvað þetta var. Oft á tíðum er þessu bara eytt á skjótan og öruggan hátt, án þess að fram fari sérstök skoðun á því, þar sem menn vilja ekki vera að eiga við hluti sem gætu verið hættulegir,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, í samtali við sunnlenska.is og bætti við að lögreglan muni ekki rannsaka málið frekar.

Hluturinn var á stærð við kveikjara og þegar hann fannst girti lögreglan af svæði við Egilstorg og leitaði frekar á lóð Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Fyrri greinBæði tilboðin yfir áætlun
Næsta greinFengu fjandsamlegar móttökur á sunnlenskum veitingastað