Hluti Biskupstungnabrautar lokaður í tæpan sólarhring

Mynd úr safni. Ljósmynd/Hlaðbær Colas

Frá kl. 4:00 aðfaranótt miðvikudags 26. ágúst til kl. 1:00 aðfaranótt fimmtudags 27. ágúst er stefnt á að malbika Biskupstungnabraut á milli gatnamóta við Suðurlandsveg og Þingvallavegar.

Biskupstungnabraut verður lokuð á þessum tíma og verður hjáleið um Skálholtsveg og Skeiða- og Hrunamannaveg. Vegfarendur frá höfuðborgarsvæðinu sem eiga leið í Grímsnes eða Grafning er bent á hjáleið um Þingvelli. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Fyrri greinHraðakstursbrot skiptast jafnt á milli Íslendinga og útlendinga
Næsta greinTinna best og markahæst