Hluta Flóaskóla lokað vegna myglu

Flóaskóli. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hluta hús­næðis Flóa­skóla í Flóa­hreppi hef­ur verið lokað eft­ir að grun­ur kom upp um myglu í starfs­mannaaðstöðu og skóla­seli.

Gunn­laug Hart­manns­dótt­ir, skóla­stjóri, seg­ir í samtali við Morgunblaðið að brugðist hafi verið við fyr­ir jól þegar veik­inda fór að gæta meðal starfs­fólks.

„Það hafa þrír starfs­menn veikst. Tveir þeirra hafa áður verið í aðstæðum þar sem mygla hef­ur komið upp. Það þykir óvenju hátt hlut­fall meðal þrjá­tíu starfs­manna að þrír veikist,“ seg­ir Gunn­laug en tveir starfs­mann­anna eru enn frá vinnu vegna þessa. Eng­in veik­indi hafa komið upp meðal nem­enda í skól­an­um.

Aðspurð seg­ir hún að þeim hluta hús­næðis­ins þar sem mygla fannst hafi verið lokað meðan unnið sé að því að finna lausn. „Við þrengd­um bara að okk­ur og kom­um allri starf­semi fyr­ir inn­an þess rým­is sem við höf­um. Það eru all­ir sem einn að vinna að því að leysa hlut­ina.“

Frétt Morgunblaðsins

Fyrri greinErfitt hjá Selfossi í seinni hálfleik
Næsta greinBókasafnið og Skema bjóða börnum í Scratch