Hluta aðalskipulags frestað

Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur ákveðið að fresta staðfestingu á 170 til 220 m breiðu belti í aðalskipulagi 2010 til 2022 sem liggur frá Hólmsárvirkjun að Búlandsvirkjun og frá henni til norðurs að Sigöldulínu 4.

Sveitarstjórnin tók þessa ákvörðun eftir að bæði Skipulagsstofnun og umhverfisráðuneyti gerðu athugasemd við drög sveitarfélagsins að aðalskipulagi sem gerðu ráð fyrir legu háspennulínu á umræddu belti.

„Þetta hefur engin áhrif á áform og starfsemi sveitarfélagsins,“ segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. „Við ákváðum að fara ekki í frekari skipulagsvinnu á þessu svæði nema ef af virkjun verði eða ef óskað verði eftir framkvæmdum á svæðinu. Það er ekki líklegt að af virkun verði í bráð þar sem bæði Hólmsárvirkjun og Búlandsvirkun eru í biðflokki rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða.“

Fyrri greinGull og brons í Danmörku
Næsta greinNýtt verknámshús komið á fjárlög