Hlupu uppi ölvaðan ökumann

Ölvaður ökumaður festi bifreið sína í moldarbarði við íþróttahúsið á Flúðum um helgina.

Maðurinn lagði á flótta er hann varð lögreglu var en var hlaupinn uppi og handtekinn. Fjöldi vitna var að akstri mannsins.

Eftir að runnið var af honum var hann yfirheyrður og viðurkenndi hann að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis.

Auk mannsins voru þrír aðrir kærðir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögeglunnar á Selfossi um helgina.

Fyrri greinTæpar 800 milljónir til endurreisnar og neyðaraðgerða
Næsta greinFækkað í yfirstjórn Árborgar