Hlekktist á við Hvolsvöll

Cessna flugvél, í eigu Flugklúbbs Flugskóla Íslands, hlekktist á í flugtaki á þriðja tímanum í dag á flugvellinum við Hvolsvöll.

Fjórir voru í vélinni. Þeir sluppu með minniháttar meiðsl en voru fluttir á Heilsugæsluna á Hvolsvelli til aðhlynningar.